Af hverju ég?

Ég heiti Egill og ég er að mörgu leyti ósköp venjulegur ellefu ára strákur. Kannski svolítið betur gefinn en flestir. Samt er ég alltaf að lenda í veseni.

Af hverju er ég alltaf skammaður fyrir allt?
Af hverju er ég alltaf svona óheppinn?
Af hverju þolir Tóti bróðir mig ekki?

Á yfirborðinu fjallar sagan um Egil, 11 ára gamlan dreng sem lendir í stöðugum vandræðum, jafnt heima við sem í skólanum. Undir niðri leynist þó dýpri saga um leit eftir nokkru sem allir þrá, vináttu.