Anna í Grænuhlíð

Anna Shirley er ellefu ára munaðarlaus stúlka sem fyrir tilviljun eignast heimili hjá eldri systkinum, Marillu og Matthíasi í Grænuhlíð, og lífgar heldur betur upp á tilveruna þar á bæ. Stúlkan er hvatvís og uppátækjasöm, en einnig greind, útsjónarsöm og ástúðleg. Leiðarvísir hennar í gegnum lífið er ímyndunaraflið sem hleypur oftar en ekki með hana í gönur.