Auga í fjallinu

Systkinin Ágúst og Dagrún halda í útilegu með leiðsöguhundinum Ottó.

Ágúst hefur forystuna enda skáti og þaulvanur að takast á við erfiðar aðstæður. Saman yfirstíga þau marga torfæru á leið sinni upp fjallið Kistu sem er illkleift og um það leikur andi gamallar hjátrúar.

Þegar þau lokast af í dimmum hellisgeimi, djúpt í fjallinu, snúast hlutverkin við. Dagrún sem er blind skynjar betur þennan myrka heim.

Það er undir styrk hennar og vilja komið hvort þau bjargast úr þessari ógnvekjandi töfraveröld.