Bara stælar!

Jón Arnar Pétursson, 14 peyi úr Eyjum, flytur til Reykjavíkur á miðjum vetri og byrjar í nýjum skóla, eldhress – en kannski einu númeri of lítill miðað við aldur.

Hvernig fer hann að því að sýnast stór og stál í gegn þó að himnastigarnir hlæi að honum, hvernig fer hann að því að renna eins og bráðið smjör inn í klíkuna, hvernig fer hann að því að hafa skólastjórann í vasanum eftir meiriháttar fjaðrafok … hvernig fer hann að því að sýna öllum að hann er engin veimiltíta?

Og hvernig fer hann að því að ganga í augun á þessari sætu með taglið, skrautblómið í bekknum?

Það má reyna ýmislegt til að sýnast karl í krapinu … þó það séu bara stælar!