Bernskubrek Ævars vísindamanns 1: Risaeðlur í Reykjavík

Áður en Ævar varð vísindamaður var hann bara venjulegur strákur … eða kannski ekki alveg venjulegur. Hann langaði til dæmis ekkert að eiga vini og talaði helst ekki við neinn nema köttinn sinn, hann Einstein. En á ellefu ára afmælisdaginn hans breyttist allt!

Risaeðlur í Reykjavík er æsispennandi saga fyrir lesendur á öllum aldri. Hér segir frá sjö bandóðum risaeðlum, stórhættulegum unglingi, gagnsemi skotbolta, strætóbílstjóra í lífshættu og heimsins bestu félögum. Bókin er prentuð í sérstöku letri sem gerir lesblindum auðveldara með að lesa hana.

Teikningar eru eftir Rán Flygenring.