,

Á puttanum með pabba

Á puttaunm með pabba gerist í sumarfríi íslensk-ítölsku systkinanna Sonju og Frikka en þau lenda í ótrúlegum ævintýrum á óvæntu puttaferðalagi með pabba sínum.

Þegar frí Sonju og Frikka á Sikiley fer út um þúfur þurfa systkinin og pabbi þeirra að halda af stað í heilmikið ævintýri til að koma börnunum í örugga höfn. Það gengur ekki þrautalaus því enginn getur gætt þeirra í Siracusa, amma og afi á Reynimel eru týnd, mamma svarar ekki símanum og Kalli er utan þjónustusvæðis. Klukkan tifar og starfsframi pabba er í höndunum á Sonju og Frikka. Nú þurfa þau að treysta á hugvit sitt og góðmennsku annarra til að allt gangi upp.