Er allt að verða vitlaust?

 Flóki, Hilda, Arnar og Olga eru í 7. H. og eru ýmsu vön. Þeim stendur þó ekki á sama um yfirganginn í töffaraliðinu í 9. bekk. Einn daginn halda þau að nú sé öllum hremmingum lokið og líður eins og stórstjörnum en það reynist skammgóður vermir. Fólk á sambýli fyrir aldraða kemur töluvert við sögu og brugðið er upp mynd af lífi drengs sem var ungur seint á 19. öld. Þetta er fyndin og raunsæ saga úr umhverfi sem flestir unglingar þekkja.