Fíasól gefst aldrei upp

Nú snýr Fíasól aftur, tíu ára og kraftmeiri en nokkru sinni fyrr. Hún stofnar björgunarsveit sem berst fyrir réttindum barna, glímir við tuddana í bekknum og spilar stuðbolta.

„Fyrir hvaða aldur er þessi bók?“ spyr amma í bókabúð.
„Sjáðu til, amma,“ svarar Fíasól. „Þessi bók er fyrir alla sem hafa áhuga á börnum. Hún er fyrir barnalega fullorðna og fullorðinsleg börn. Hún er um sterka stráka og kraftastelpur.“
„Já, er þessi bók þá fyrir stelpur?“ spyr amman og skoðar stelpuna framan á kápunni.
„Nei, nei, alls ekki!“ svarar Fíasól. „Þetta er bók fyrir alla krakka af því að strákar og stelpur eiga heiminn saman.“

Halldór Baldursson myndskreytti.