Franskbrauð með sultu

Lilla er nýorðin tíu ára og ætlar að dvelja sumarlangt hjá ömmu sinni og afa í litlum kaupstað austur á fjörðum. Í fyrstu er hún feimin og vondauf um að sumarið verði skemmtilegt en annað kemur á daginn. Fljótlega eignast hún fjölda vina og dregst inn í leiki og ævintýri krakkanna í þorpinu.

Í þessari skemmtilegu sögu flytur Kristín Steinsdóttir lesendur sína inn í fjörugt kaupstaðarlíf sumarið 1955 þegar Tarzan er sýndur í þrjúbíó og síldin ræður lögum og lofum.