Játningar mjólkurfernuskálds

Vika 1 í nýja skólanum

  • Komast í slæman félagsskap. Smámál – allir eru hræddir við dópsala eins og mig.
  • Alls ekki fara í forprófið fyrir spurningakeppni grunnskólanna.
  • Skoða kennslumyndbönd í reykingum.
  • Alls, alls ekki láta undan tilraunum sætasta stráksins í skólanum til samskipta. Þótt hann sé með sítt hár.
  • Læra að nota fljótandi augnmálningu. Muna: Kaupa nóg af eyrnapinnum og hreinsivökva.
  • Gera þetta allt án þess að steypast í félagslega glötun, lækka í einkunnum eða lenda í vandræðum heima .

Játningar mjólkurfernuskálds er drepfyndin saga um fermingarstúlku á villigötum, bleikklæddar kennarasleikjur og svarthærða gothara, sæta spurningakeppnisnörda – og allar spurningarnar sem er svo erfitt að svara.