Leifur heppni og Vínland hið góða

Þetta er sagan af landafundum og Ameríkuferðum norrænna manna fyrir þúsund árum. Hér segir ekki aðeins frá Leifi heppna, heldur fjölmörgum öðrum, meðal annars fyrsta Evrópumanninum sem fæddist í Ameríku, Snorra Þorfinsssyni, og ferð hans með foreldrum sínum alla leið suður til New York, þar sem leiðangursmenn lentu í bardaga við indíána.

Sögurnar voru upphaflega skrifaðar fyrir átta öldum en eru hér endursagðar á auðskildu máli og því auðveldar aflestrar hverjum nútímamanni, ekki síst unglingum. Bókin er ríkulega myndskreytt auk þess sem kortin gera lesandanum ætíð kleift að sjá hvert leiðin liggur.