Leyniturninn á Skuggaskeri

Það er allt að fara í háaloft á Skuggaskeri: þangað stefnir bálreið kona í leit að dóttur sinni, bátar týnast í þykkri þoku og eitthvað skuggalegt er í bígerð. Á meðan situr fólkið í Fagradal og hefur áhyggjur af krökkunum sínum því það virðist ekki vera hægt að sigla út í skerið lengur.

Leyniturninn á Skuggaskeri er þriðja bókin um börnin sem struku úr Fagradal og dularfulla skerið sem þau gerðu að heimili sínu. Sú fyrsta, Strokubörnin á Skuggaskeri, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna.