Mamma klikk

„Kæri lesandi,

Heldurðu að þú eigir klikkaða mömmu? Bíddu þangað til þú lest um mína! Einu sinni var hún skemmtileg og frábær og fjörug en upp á síðkastið hefur hún snarversnað. Það finnst það öllum!!! Ég gæti gefið þér fullt af dæmum svo þú trúir mér en það er betra að geyma þau bara inni í bókinni. En engar áhyggjur. Ég er með áætlun.

Áætlun: Breytum mömmu! Hún getur ekki klikkað. Og ef þú átt klikkaða mömmu geturðu lært hvernig á að laga hana eins og ég. Opnaðu bara bókina og sjáðu hvernig mér gengur!

Kveðja, Stella 12 ára (aaaaalveg að verða 13)“

Gunnar Helgason skipaði sér í hóp vinsælustu barnabókahöfunda landsins með Fótboltasögunni miklu. Hér sendir hann frá sér drepfyndna sögu um háalvarlegt vandamál sem öll fjölskyldan mun njóta þess að lesa, ekki síst klikkaðar mömmur.