Rauð sem blóð

Einhver hefur þvegið gríðarlegt magn af seðlum og hengt þá til þerris í myrkraherbergi skólans. Í loftinu er þefur af gömlu blóði.

Mjallhvít Andersson hefur ávallt forðast að skipta sér af hlutum sem koma henni ekki við og sneitt hjá vinsælustu klíku skólans, yfirstéttarpíunni Elísu og töffurunum Kasper og Tuukka. Eftir áralangt einelti treystir Mjallhvít engum nema sjálfri sér. Áður en hún veit af er hún samt lent ásamt þríeykinu í hringiðu atburða sem tengjast alþjóðlegum eiturlyfjahring og á fótum fjör að launa undan kaldrifjuðum glæpamönnum. Yfir öllu ríkir kaldasti vetur í áraraðir og frostið heldur fólki í heljargreipum.

Salla Simukka (f. 1981) er geysivinsæll finnskur unglingabókahöfundur. Rauð sem blóð er fyrsta bókin í spennandi þríleik um Mjallhvíti Andersson en útgáfurétturinn hefur verið seldur til 43 landa.

Erla E. Völudóttir þýddi.