Stravaganza – Grímuborgin

Lucien liggur mikið veikur á sjúkrahúsi í London þegar pabbi hans færir honum skrautlega bók frá Feneyjum til að stytta honum stundir. En bókin gerir miklu meira en það. Með hjálp hennar flyst Lucien fyrirvaralaust til Talíu þar sem dulúðin ræður ríkjum og háttsettir einstaklingar þurfa hjálp til að Bellezza – borgin fljótandi – falli ekki í óvinahendur. en hvernig getur fárveikur strákur úr allt öðru heimi komið þar að liði?

Grímuborgin er fyrsta bókin af þremur í bókaflokknum Stravaganza. Þar segir frá hertogaynjunni glæsilegu, ræðurunum hennar, dularfulla vísindamanninum Rodolfó, strokustúlkunni Aríönnu og Chimici-ættinni sem sækist eftir völdunum í Talíu, að ógleymdum stravagöntunum – förumönnum eins og Lucien sem með hjálp töfragrips geta flakkað á milli ólíkra tíma og vídda.

Halla Sverrisdóttir þýddi.