Vefurinn hennar Karlottu

Jón Arabel er í þann mund að stytta líf lítils Gríss þegar hann mætir dóttur sinni Furu. Með snarræði fær Fura því framgengt að Völundur – eins og hún kallar grísinn – fær að lifa. Í lífsbaráttunni nýtur Völundur þess að eiga góða vini, ekki síst hina stórsnjöllu kónguló Karlottu.

Þessi sígilda og töfrandi saga fjallar um umhyggju og ást, ævintýri og dularfull teikn og daglegt líf dýranna á bænum. Mest fjallar hún þó um það hvernig vinátta og tryggð geta gert kraftaverk.

Vinsæl kvikmynd var gerð eftir sögunni þar sem Julia Roberts, Dakota Fanning, John Cleese og Oprah Winfrey fara með hlutverk.

Helga Soffía Einarsdóttir þýddi.