Við enda regnbogans

Sagt er að við enda regnbogans sé falinn fjársjóður. Í huga Villu, hugmyndaríkrar og skemmtilegrar níu ára stelpu er mesti fjársjóðurinn fólginn í því að mömmu hennar batni og hún geti glatt hana með ákveðinni gjöf. Auk þess þráir hún að eignast kanínu. En leiðin að enda regnbogans er ekki alltaf auðfundin og á meðan mamma liggur á sjúkrahúsi mætir uppátektarsöm stelpa ekki endilega skilningi fullorðinnar frænku sinnar sem gætir bús og barna í fjarveru foreldranna. Þar að auki hótar óþolinmóð unglingssystir Villu ítrekað að láta loka hana inni á Óþekktarbarnaheimilinu.

Margt skemmtilegt drífur á daga Villu og vina hennar og hver veit nema hún verði komin að enda regnbogans áður en hún veit af.