Ég datt niður á grein um daginn þar sem lýst er nýlegri rannsókn sem bendir til þess að stjórnendur með stóra undirskrift séu sjálfsdýrkendur, taki slæmar fjárhagslegar ákvarðanir og að fyrirtækjum sem lúti stjórn yfirmanna með stóra undirskrift gangi almennt verr en öðrum.

„[…]þegar ársskýrsla er með stórri undirskrift stjórnanda – mælt með kassa utan um endimörk undirskriftarinnar með tilliti til nafnlengdar – eyðir fyrirtækið almennt meira í fjárfestingarvörur, rannsóknir og greiningu og yfirtökur en jafningjar í bransanum, en skila þó verri söluhagnaði og söluaukningu á næstu þrem til sex árum.

Ennfremur fundum við samhengi við einkaleyfi. Því stærri sem undirskriftin er, því færri einkaleyfi sem bendir til skorts á nýsköpun. Þessar niðurstöður koma heim og saman við að stór undirskrift lýsir sjálfsdýrkun og sjálfselskandi stjórnendur haga sér á þann veg sem leiðir til slæmrar útkomu – til dæmis með því að yfirgnæfa samræður, hunsa gagnrýni og gera lítið úr starfsfólki.“

Dömur mínar og herrar, ég kynni undirskrift Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra: