Eftir allar þær breytingar sem orðið hafa á rekstri Reykjanesbæjar er ekki úr vegi að líta stuttlega yfir þær greiðslur sem topparnir hjá Reykjanesbæ þiggja fyrir sín störf.
Nýi bæjarstjórinn okkar fær greiddar 1.340.000 krónur á mánuði, sem er um 70 þúsund krónum meira en forsætisráðherra landsins. Ofan á það bætast auðvitað aksturspeningar skv. akstursdagbók og greiðslur fyrir fundarsetu hjá eftirlaunasjóði RNB, en það eru litlar 73.000 krónur fyrir hvern fund.
Nýju sviðsstjórarnir okkar fá 900 þúsund krónur á mánuði að viðbættum akstri skv. akstursdagbók en hafnarstjóri er öllu lægri, með um 750 þúsund krónur á mánuði að viðbættum akstri.
Forseti bæjarstjórnar fær 119.705 krónur á mánuði að viðbættum 63.002 krónum fyrir hvern bæjarstjórnarfund sem eru um 245 þúsund krónur miðað við 2 fundi á mánuði.
Formaður bæjarráðs fær 179.557 krónur á mánuði að viðbættum 25.200 krónum fyrir hvern fund sem eru um 280 þúsund krónur á mánuði miðað við 4 fundi á mánuði.