Myndasafnið

Út á haf

Á þessari mynd frá 1965 sést lítill bátur leggja af stað frá Keflavík. Skipstjóranum þekki ég ekki deili á en kannski kannast einhver við bátinn. Þá tek ég glaður við ábendingum í athugasemdum hér fyrir neðan.

Apinn í Köben

Árið 1977 fór afi til Svíþjóðar að heimsækja fjölskyldumeðlim og festi þennan apa á filmu, líklega í dýragarðinum í Köben. Mér finnst hann fanga ágætlega tilfinninguna þegar ég áttaði mig á því að ég hafði eyðilagt vefsíðuna mína.