,

Sögur úr Njálu – Brennan

Á Bergþórshvoli hefur verið boðið til brúðkaups sem ætlað er að tryggja frið og stöðugleika í héraðinu. En í miðri gleðinni fara illar tungur á kreik og hrinda af stað atburðarás rógburðar, ófriðar og mannvíga þar sem kappinn Skarphéðinn Njálsson stendur í eldlínunni með öxina Rimmugýgi reidda um öxl.

Brennan er sjálfstætt framhald verðlaunabókarinnar Blóðregns sem byggð er á atburðum Brennu-Njáls sögu eftir Njálsbrennu. Hér er farið framar í söguna og aðdraganda brennunnar lýst með hraða og spennu myndasögunnar.