Borgar sig Bordershop?

Rétt rúma 230 kílómetra héðan (með bíl og ferju) er Puttgarden Border Shop í Þýskalandi. Þangað streyma ótal Svíar ár hvert til að nýta sér dúndurverð á áfengi og ýmsum heimilisvörum. Aðallega áfengi, samt… Ferðin er nokkuð auðveld, gegnum Danmörku og niður að Rödby þar sem maður tekur ferju yfir og kemur beint í stærstu landamæraverslun Evrópu

Með hækkandi bensínverði og veikri krónu fór ég að velta fyrir mér hvort það borgaði sig ekki örugglega að fara þegar ferðakostnaðurinn – með brúartollum og ferjumiðum – er tekinn með. Eins og gerist stundum fór ég á yfirsnúning í pælingunum og úr varð Google-skjal sem hægt er að fylla með allskyns upplýsingum og sjá svart á hvítu hve mikið þarf að kaupa til að ferðin borgi sig. Þetta varð eiginlega of gott til að deila því ekki með heiminum svo nú getur þú eignast þinn eigin áfengiskaupatöflureikni.


Smelltu hér til að opna

Einhverjum reitum fylgja skýringar og þá er lítinn þríhyrningur í horninu sem þú setur músina yfir til að opna. Með tenglinum fyrir ofan getur þú opnað skjalið og leikið þér í því, en ef þig langar í eigið eintak til að plana stórinnkaupin þá er það líka í boði.


Smelltu hér til að sækja afrit

Góða skemmtun og góða ferð! Ef þú hefur spurningar varðandi skjalið þá finnurðu mig á Facebook.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *