Vertu með í BADmintonBOYS

BADmintonBOYS er hópur íslenskra karla í Lundi (og nágrenni) sem hittist reglulega til að spila badminton á Victoriastadion í Lundi.

Þú finnur okkur á Facebook í grúbbunni Íslendingar í Lundi (Íslund) eða gegnum netfangið badminton@styrmir.net

Upplýsingar og viðburðir

Hér er það helsta sem þú þarft að vita um félagsskapinn.

Staðsetning og tími

Við hittumst í Victoriastadion á fimmtudögum kl. 20:30 og spilum í klukkustund á völlum 8 og 9. Við fylgjum æfingunni yfirleitt eftir með gufubaði.

Hæfniskröfur

Engar! Það eina sem þú þarft er viljinn til að skemmta þér vel í góðra vina hópi.

Æfingagjald

Æfingagjald er 600 krónur á önn og við skráningu á haustönn bindur maður sig til að greiða einnig fyrir vorönn.

Aðildargjald

150 krónur sem greiðast ásamt æfingagjaldi á vorönn. Veitir meðal annars rétt til þátttöku á árshátíð félagsins.

error: Þetta efni er höfundarréttarvarið.