Þriðji ísbjörninn

Þegar tveir ísbirnir hafa gengið á land sama sumarið hugsar fólk um fátt annað. „Ég væri til í að fá ísbjörn í afmælisgjöf,“ segir unglingurinn Karen þegar fjölskylda hennar þarf að skreppa norður í land. Síst grunar hana þó að systkini hennar þrjú, Bjössi, Lóa og Krummi, fái tækifæri til að láta þá ósk rætast.

Þorgrímur Þráinsson er einn af eftirlætisrithöfundum íslenskra barna og unglinga. Í Þriðja ísbirninum spinnur hann spennandi og eldfjöruga sögu um daginn sem þriðji ísbjörninn gengur á land og móttökunefndin samanstendur af þremur hugmyndaríkum krökkum. Stórskemmtilegt framhald af þeim atburðum sem áttu sér stað hér á landi árið 2008.